Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. júní 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tevez: Þetta verður mótið hans Messi
Messi mætir Íslandi í dag.
Messi mætir Íslandi í dag.
Mynd: Getty Images
Tevez og Messi.
Tevez og Messi.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo fór á kostum í gær og skoraði þrennu í jafntefli Portúgals og Spánar. Hvernig mun Lionel Messi svara í dag þegar hann mætir Íslandi?

Sjá einnig:
BBC: Á Ísland að hafa áhyggjur núna?

Tevez hefur fulla trú á Messi
Carlos Tevez, fyrrum landsliðsmaður Argentínu, hefur mikla trú á argentíska liðinu og segir að þetta Heimsmeistaramót verði mótið hans Lionel Messi.

„Ég er viss um að þetta verði mótið hans Messi," sagði Tevez við Corriere della Sera. „Ég býst ekki við því að þetta verði hans síðasta stórmót en þetta verður vonandi frábært Heimsmeistaramót. Argentína er eitt af sigurstranglegustu liðunum. Aðeins Brasilía og Þýskaland eiga möguleika gegn okkur."

Ísland og Argentína og vonandi hefur Tevez ekki rétt fyrir sér með aðeins tvö önnur lið eigi roð í Argentínu. Leikurinn í dag hefst 13:00 og er í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner