lau 16. júní 2018 19:30
Gunnar Logi Gylfason
Zlatan: Pogba besti miðjumaður heims
Zlatan lítur stórt á Pogba
Zlatan lítur stórt á Pogba
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, franski miðjumaður Manchester United, spilaði allan leik Frakka og Ástrala í dag og skoraði sigurmark Frakka.

Pogba er mikið gagnrýndur og mörgum þykir það vera ósanngjarnt hversu mikla gagnrýni hann fær og einn þeirra er Zlatan Ibrahimovic, fyrrum samherji Pogba hjá Manchester United.

„Pogba er umdeildur, fjölmiðlar tala mikið um hann og ég held að það sé vegna öfundsýki," sagði Zlatan við BeIN Sports.

„Hann er með há laun og spilar í stórum leikjum og á stórmótum. Hann er besti miðjumaður í heimi og útaf því eru margir sem þola hann ekki," bætti hann við.

Zlatan hefur lagt landsliðsskóna á hilluna og spilar ekki með sænska landsliðinu á HM en hann spilar með LA Galaxy í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner