banner
   mið 16. júlí 2014 09:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Football Italia 
Allegri líklegastur til að taka við Juventus
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus hafa þegar rætt við Massimiliano Allegri um að taka við félaginu eftir að Antonio Conte hætti sem stjóri liðsins í gær.

Sky Sport Itala greinir frá þessu, en þeir Roberto Mancini, Luciano Spalletti og Zinedine Zidane hafa allir verið orðaðir við stöðuna.

Sky Sport segir að forráðamenn Juventus hafi talað við Allegri í gær eftir að ljóst var að Conte væri að hætta.

Allegri er án félags eftir að hafa verið rekinn frá AC Milan í janúar, en gengi liðsins undir hans stjórn fyrir áramót var það versta í marga áratugi.
Athugasemdir
banner
banner
banner