Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 16. júlí 2014 12:45
Magnús Már Einarsson
Allegri tekinn við Juventus (Staðfest)
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri hefur verið ráðinn þjálfari ítölsku meistaranna í Juventus.

Allegri skrifaði undir tveggja ára samning við Juventus.

Hann tekur við af Antonio Conte sem sagði starfi sínu óvænt lausu í gær.

Búist er við að Conte sé að taka við ítalska landsliðinu af Cesare Prandelli sem hætti eftir HM.

Hinn 46 ára gamli Allegri var rekinn frá AC Milan í janúar eftir skelfilegt gengi liðsins.

Allegri hafði þjálfað AC Milan frá árinu 2010 en þar áður stýrði hann Cagliari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner