Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   mið 16. júlí 2014 11:41
Magnús Már Einarsson
Arsenal nær samkomulagi um kaup á Khedira
Arsenal hefur náð samkomulagi við Real Madrid um kaup á Sami Khedira samkvæmt fréttum frá Spáni.

Talið er að kaupverðið sé í kringum 20 milljónir punda.

Khedira hefur verið sterklega orðaður við Arsenal að undanförnu en hann mun nú fara í samningaviðræður við félagið.

Hinn 27 ára gamli Khedira á eitt ár eftir af samningi sínum við Real Madrid en hann var í liði Þýskalands sem vann HM í Brasilíu.

Hjá Arsenal mun hann spila með löndum sínum Lukas Podolski, Per Mertesacker og Mesut Özil sem voru einnig í heimsmeistaraliði Þjóðverja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner