Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. júlí 2014 17:22
Magnús Már Einarsson
Björgólfur Takefusa: Sá þetta ekki í kortunum
Ekki búið að rifta samningnum
Björgólfur Takefusa.
Björgólfur Takefusa.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Björgólfur Takefusa segir að Sverrir Einarsson formaður knattspyrnudeildar Fram hafi tilkynnt honum í gær að Bjarni Guðjónsson þjálfari liðsins hafi ekki frekari not fyrir sig.

,,Klukkan 20 mínútur í þrjú í gær hringir Lelli formaður Fram í mig og biður mig um að hitta sig niður í Fram heimili klukkan fjögur ásamt Kristni framkvæmdastjóra. Þeir voru beðnir um að segja mér að þjálfararnir ætluðu ekki að nota mig meira. Það voru í rauninni skilaboðin sem ég fékk," sagði Björgólfur við Fótbolta.net í dag en er búið að rifta samningi hans við Fram?

,,Það er ekki búið að segja upp samningum. Þetta er það sem fór okkar á milli. Þeir voru beðnir um að segja frá þjálfurunum að þeir ætluðu ekki að nota mig. Í framhaldi af því sögðu þeir að ef ég vildi leita annað þá myndu þeir ekki stoppa það. Það var ekki talað um að rifta samningnum eða segja honum upp."

Hinn 34 ára gamli Björgólfur hefur skorað 116 mörk í 262 leikjum á ferlinum en hann hefur ekki ákveðið hvað hann muni gera í framhaldinu.

,,Ég er aðeins að átta mig á þessu. Ég sá þetta ekki í kortunum. Það hefur verið ótrúlega gaman í sumar og þó að það hafi verið skítaleikur um daginn þá var ágætis tilfinning að ná að skora. Í hreinskilni er ég að aðeins ná þessu og ég veit ekkert meira í bili."
Athugasemdir
banner
banner
banner