mið 16. júlí 2014 14:52
Elvar Geir Magnússon
Heimild: bibol.is 
Djúpmenn fá Bandaríkjamann og Kólumbíumann (Staðfest)
Sigurgeir Sveinn Gíslason leikur ekki meira á tímabilinu.
Sigurgeir Sveinn Gíslason leikur ekki meira á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru hræringar í leikmannahópi BÍ/Bolungarvíkur en liðið er í fallsæti í 1. deildinni með ellefu stig eftur ellefu leiki.

„Ljóst er að stigasöfnunin þarf að vera meiri í seinni umferðinni en þrátt fyrir það er engan bilbug að finna á liðinu. Spilamennskan hefur batnað til muna í síðustu leikjum," segir á heimasíðu félagsins.

Tveir erlendir leikmenn eru komnir til Djúpmanna; markvörðurinn bandaríski Philip Saunders og framherjinn kólumbíski Esteban Bayona. Saunders er 23 ára og kemur úr bandaríska háskólaboltanum. Bayona hefur undanfarin ár leikið í Bandaríkjunum.

Eins og við sögðum frá er Mark Tubæk á leið heim til Danmerkur og þá er ljóst að fyrirliðinn Sigurgeir Sveinn Gíslason spilar ekki meira á tímabilinu vegna kviðslits. Fyrir á meiðslalistanum var Gunnar Már Elíasson sem sleit krossbönd í fyrra.

Þá er Fabian Broich, markvörður, sem vermt hefur varamannabekkinn í fyrri umferðinni farinn til síns heima.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner