mið 16. júlí 2014 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Sandra María Jessen (Þór/KA)
Godsamskipti
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni en hún leikur með Þór/KA í Pepsi-deildinni.

Sandra María sleit krossband í vetur og leikur því ekkert með Þór/KA í sumar. Hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik 2011 og hefur skorað 35 mörk í 55 leikjum með Þór/KA.


Fullt nafn: Sandra María Jessen

Gælunafn sem þú þolir ekki: Jessenegger

Aldur: 19 ára

Gift/sambúð: Nei

Börn: Engin

Kvöldmatur í gær: Ostapasta ala mamma

Uppáhalds matsölustaður: Það er auðvitað Greifinn, besti pizzastaður á landinu

Hvernig bíl áttu: Engan eins og er

Besti sjónvarpsþáttur: Ætli það sé ekki Suits

Uppáhalds hljómsveit: Á ekki beinlínis uppáhalds hljómsveit, en Kaleo er góð

Uppáhalds skemmtistaður: Eina sem skiptir máli er skemmtilegur félagsskapur. I go with the flow

Frægasti vinur þinn á Facebook: Þann titil fær Katrín Jóns, fyrrum fyrirliði íslenska kvennalandliðsins.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ,,Já það er fínt, heyri í þér eftir vinnu‘‘

Hefurðu tekið dýfu innan teigs: Ég er hvorki Suarez né saklaus, en sem framherji leitast maður stundum eftir snertingunni

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Sem krakki hefði ég aldrei viljað spila fyrir KA. Annars hef ég verið í baráttu við Valsara um íslandsmeistaratitilinn frá því ég man eftir mér og því dettur mér þær fyrst í hug.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Abby Wambach (USA) er án vafa besti leikmaður sem ég hef mætt, enda ekki af ástæðulausu sem hún var valin besti leikmaður í heimi.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Mjög erfið spurning, en ætli það sé ekki Rakel Loga. Eins ljúf og hún er utan vallar er óþolandi að mæta leikmönnum eins og henni sem kvartar yfir bókstaflega öllu.

Sætasti sigurinn: Ætli það hafi ekki verið þegar við í Þór/KA slóum Stjörnuna út úr bikarnum í undanúrslitunum í fyrra.

Mestu vonbrigðin: Að geta ekki tekið þátt í íslandsmótinu í sumar

Uppáhalds lið í enska: Að sjálfsögðu held ég með Chelsea, kemur ekkert annað til greina

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Þarna koma nokkrar ungar og efnilegar til greina. Glódís Perla Viggósdóttir er ein af þeim, en hún er virkilega efnileg og flottur karakter. Það er ekki af ástæðulausu sem hún er búin að byrja síðustu A landsleiki. Síðan eru margar aðrar sem ég myndi vilja hafa í mínu liði, eins og Guðrún Arnardóttir og Telma Þrastardóttir. Allar höfum við spilað saman í yngri landsliðum og því veit ég hvernig það er að spila með þeim.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Það væri að fá fleiri leiki fyrir U23 kvenna því það er svo mikið stökk á milli U19 og A landsliðsins. Ásamt því myndi ég vilja sjá til þess að það verði úthlutaðir nýjir ferðagallar úr þægilegara efni fyrir yngri landsliðin.

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Þær eru mjög margar og ein af þeim efnilegustu er Glódís Perla Viggósdóttir.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn: Það eru margir myndarlegir leikmenn í pepsi og einn af þeim er fyrirliði Þórs, Sveinn Elías Jónsson.

Fallegasta knattspyrnukonan í deildinni: Það er ein virkilega myndarleg knattspyrnukona í Þór/KA, Katrín Ásbjörnsdóttir.

Besti íþróttalýsandinn: Þarf að spyrja að þessu? King Gummi Ben

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það eru nokkrar grimmar í liðinu, sérstaklega Karen Nóadóttir

Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri er minn uppáhaldsstaður, enda hef ég búið þar frá því að ég fæddist.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það hefur sennilega verið í fjórða flokki sem ég sparkaði boltanum það fast í andlitið á dómaranum að það þurfti að skipta um dómara.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Mig minnir að það hafi verið árið 2010 í Lengjubikarnum

Besta við að æfa fótbolta: Sú tilfinning að vinna leik eftir að liðið hefur unnið vel saman og gert sitt allra besta. Einnig er tilfinningin þegar maður skorar mark æðisleg, sérstaklega í mikilvægum leikjum. Síðan má ekki gleyma hversu góður félagsskapur er í kringum fótboltann.

Hvenær vaknarðu á daginn: Ég vakna oftast frá 7-8 á virkum dögum en sef út um helgar.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég hef mjög gaman af íþróttum almennt og því fylgist ég með öðrum íþróttum, og þá sérstaklega handbolta.

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Það var nú bara fyrir stuttu síðan þegar ég skellti mér til Dalvíkur í grannaslag á milli Dalvík/Reynir og KF

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Ég er vanalega í adidas, spila ekki í neinum takkaskóm þetta sumarið (er meidd) og er að pæla í að prufa nike á næsta tímabili.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég hef aldrei verið góð í landafræði og trúabraggðarfræði.

Vandræðalegasta augnablik: Ætli það hafi ekki verið þegar ég og Svava Rós Guðmundsdóttir úr Val stálumst út í sólbað í smá stund þegar við vorum með U19 ára landsliðinu í Búlgaríu og Óli og Úlli sáu okkur. Ég hef aldrei verið jafn vandræðarleg og vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér. Þeir hins vegar hlóu bara af þessu og sögðu okkur að vera skynsamar og eyða ekki of miklum tíma úti í sólinni.

Skilaboð til Freys Alexanderssonar: Sjáumst hress á vellinum næsta sumar

Viltu opinbera leyndarmál að lokum: Minn heitasti draumur fram að tíu ára aldri var að verða söngkona en guð minn almáttugur hvað ég er fegin að sá draumur rættist ekki, því ég er ömurleg að syngja

Athugasemdir
banner
banner
banner