Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 16. júlí 2014 20:56
Karitas Þórarinsdóttir
Hlynur Svan: Á skalanum 1-10, 10!
Hlynur og Kristrún Lilja Daðadóttir aðstoðarkona hans í Kópavoginum í kvöld.
Hlynur og Kristrún Lilja Daðadóttir aðstoðarkona hans í Kópavoginum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Á skalanum 1-10, 10!" svaraði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Breiðabliks eftir að liðið vann 4-2 sigur á ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld aðspurður hversu sætur sigurinn var.

,,Þetta eru lið sem þykir gaman af að sækja og eru með marga góða sóknarleikmenn svo þetta opnast oft," bætti hann við um hvers vegna leikir þessara liða eru oft svona skemmtilegir.

,,Þetta var háspenna, við erum klárlega ofan á í þessum leik og eigum að vera búin að loka honum tiltölulega snemma í fyrri hálfleik. En það gengur stundum erfiðlega hjá okkur að setja boltann yfir línuna og þegar það tekst ekki þá er okkur stundum refsað og ÍBV refsaði okkur svo sannarlega. Þær skoruðu úr fyrsta færinu sínu og aftur úr öðru færinu sínu. Þetta eru einu færin sem þær fengu í leiknum."

Félagaskiptaglugginn var að opna og Hlynur var spurður af því hvort hann ætli að fá leikmenn í glugganum?

,,Nei afhverju? Við erum með frábært lið," svaraði hann og brosti en hann er að missa leikmenn í nám erlendis. ,,Berglind, Halla, Hildur og Ásta Eir eru að fara svo það fara fjórir leikmenn. Það koma ekki leikmenn úr öðrum félögum. Við eigum góðan 2. flokk og væntanlega þurfum við að leita þangað og eins eru stelpur á láni sem við þurfum að skoða hvort við köllum ekki heim."
Athugasemdir
banner
banner