Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. júlí 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
ÍBV semur við hávaxna Svíann
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV ætlar að semja við sænska framherjann Isak Nylén en hann heftur æft með liðinu frá mánaðarmótum.

Isak er tveir metrar á hæð en hann var á yngri árum kallaður hinn sænski Peter Crouch.

Iska er á mála hjá Brommapojkarna í Svíþjóð en hann mun koma á láni til Eyjamanna.

,,Þetta er ungur og efnilegur strákur sem er fæddur árið 1995. Okkur vantar meiri breidd í senter stöðuna og það hentar ágætlega að fá hann út tímabilið," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV við Fótbolta.net í dag.

Eyjamenn ætla ekki að semja við bandaríska miðjumanninn Joey Spivack sem hefur verið á reynslu hjá félaginu að undanförnu en Sigurður Ragnar útilokar ekki að fá frekari liðsstyrk áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðarmót.

,,Við erum að líta í kringum við okkur. Við höfum áhuga á að bæta við leikmanni ef það er einhver sem styrkir okkur," sagði Sigurður Ragnar.

Þá er Þórarinn Ingi Valdimarsson á leið til ÍBV eftir að hafa verið á láni hjá Sarpsborg í Noregi en hann er væntanlegur til Íslands á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner