Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 16. júlí 2014 14:49
Arnar Daði Arnarsson
Ingó Sig lánaður til KV (Staðfest)
Ingólfur Sigurðsson og Halldór Árnason.
Ingólfur Sigurðsson og Halldór Árnason.
Mynd: KV
Ingólfur Sigurðsson hefur verið lánaður til KV frá Þrótti R. og er kominn með leikheimild með liðinu.

Ingólfur lék með Þrótti á láni frá Val seinni hluta sumars í fyrra og gekk til liðs við Þróttar í vetur. Hann hefur komið við sögu í fimm leikjum með Þrótti í 1.deildinni í sumar og skorað eitt mark.

,,Við erum gríðarlega sáttir við að fá Ingó í KV. Hann er frábær knattspyrnumaður sem hefur því miður ekki fengið tækifæri til að sýna sitt allra besta síðustu ár en við erum fullvissir þess að hann muni gera það hjá okkur," sagði Halldór Árnason annar af þjálfurum KV við Fótbolta.net.

;,Ingó hefur áður verið nálægt því að ganga til liðs við okkur en það gekk loks í þetta skiptið og erum við afar spenntir fyrir því að sjá hann á vellinum með KV."

Þetta er góð viðbót fyrir leikmannahóp KV sem situr í 8. sæti 1. deildar með 13 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Fyrr í vikunni fengu þeir Einar Má Þórisson á láni frá Fram.

,,Liðið hefur spilað vel á stórum köflum í mótinu og með innkomu Ingólfs og Einars sjáum við fram á enn bjartari og spennandi tíma í 1. deildinni," sagði HAlldór.

Ingólfur getur spilað sinn fyrsta leik með KV á föstudaginn gegn HK í Kórnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner