Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. júlí 2014 12:05
Arnar Daði Arnarsson
Jói Lax: Fer allt í reynslubankann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Laxdal er genginn til liðs við Stjörnuna á nýjan leik eftir dvöl í Noregi. Þar lék hann með Ull/Kisa í næstu efstu deild.

,,Þeir voru ekki nægilega ánægðir með þig. Þeir höfðu miklar væntingar til mín þegar þeir fengu mig. Ég var með launhærri leikmönnum í liðinu og þeir voru líklega að vonast eftir einhverju meiru frá mér og það gekk ekki upp," sagði Jóhann Laxdal aðspurður út í ástæðunni fyrir heimkomunni.

,,Ég er auðvitað ósáttur með að það hafi ekki gengið betur hjá mér hérna úti. Þetta er eins og gengur og gerist og ég tek því eins og maður. Nú fer ég heim og kem mér aftur af stað," sagði Jói sem segir að það hafi ekki komið neitt annað til greina en að fara heim í Garðabæinn.

,,Það þurfti ekkert að spyrja mig tvisvar sinnum um hvert ég væri að fara."

,,Lífið sjálft var fínt í Noregi. Þetta fer allt í reynslubankann og ég kem vonandi þroskaðri heim. Það verður að minnsta kosti mikill kraftur í mér þegar ég kem til landsins og ég er staðráðinn í að hjálpa liðinu. Auðvitað stefni ég á að vinna Íslandsmeistaratitilinn með Stjörnunni."

Stjarnan er komið áfram í næstu umferð í Forkeppni Evrópudeildarinnar eftir stórsigur á Bangor City. Jóhann Laxdal getur ekki leikið með Stjörnunni fyrr en í 3. umferð keppninnar.

,,Ég get spilað með þeim í Evrópukeppninni ef þeir komast áfram úr næstu umferð. Ég þarf því að biðja til Guðs um að þeir geri það," sagði Jóhann Laxdal að lokum í samtali við Fótbolta.net en hann ætti að vera kominn með leikheimild fyrir næsta leik Stjörnunnar í deildinni gegn Fylki.
Athugasemdir
banner
banner