Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mið 16. júlí 2014 14:37
Elvar Geir Magnússon
Juventus: Vidal fer ekki til Manchester United
Arturo Vidal er ekki á leið til Manchester United. Þetta segir framkvæmdastjóri Juventus, Giuseppe Marotta.

Marotta segir að Sílemaðurinn sé ekki til sölu.

„Vidal er ekki til sölu. Hann er einn mikilvægasti leikmaðurinn í hópnum hjá okkur og er ánægður hjá félaginu. Það hefur marft verið skrifað en við höfum aldrei boðið hann til sölu," segir Marotta.

„Stór félög hafa sent okkur fyrirspurnir um Vidal en málin hafa aldrei verið rædd. Vidal er tilbúinn að halda áfram hjá okkur."

Vidal hefur sterklega verið orðaður við Manchester United.
Athugasemdir
banner