Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 16. júlí 2014 07:00
Daníel Freyr Jónsson
Kroos fer frá Bayern - Seldur af fjárhagsástæðum
Toni Kroos fer frá Bayern í sumar.
Toni Kroos fer frá Bayern í sumar.
Mynd: Getty Images
FC Bayern neyðist til að selja miðjumanninn Toni Kroos í sumar af fjárhagslegum ástæðum.

Stjórnarformaður félagsins, Karl-Heinz Ruminegge, hefur staðfest þetta, en Kroos á einungis ár eftir af samningi sínum við félagið.

Þessi frábæri miðjumaður lék stórt hlutverk í liði Þýskalands sem um helgina var krýndur Heimsmeistari, en hann hefur verið einn besti leikmaður Bayern undanfarin 3 ár.

Hefur hann undanfarið verið orðaður við bæði Manchester United og Real Madrid og staðfesti Ruminegge einnig að viðræður við Real hefðu þegar átt sér stað.

,,Við vildum ekki missa hann á næsta ári og ekki fá greitt fyrir hann," sagði Ruminegge.

,,Við neyðumst til að passa upp á fjárhag félagsins og við gátum ekki leyft okkur að gera þetta. Það er satt að það hafa átt sér stað viðræður við Real Madrid vegna Toni."

Athugasemdir
banner
banner
banner