Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. júlí 2014 19:00
Daníel Freyr Jónsson
Liverpool lá gegn Bröndby í fyrsta æfingaleiknum
Byrjunarlið Liverpool í dag.
Byrjunarlið Liverpool í dag.
Mynd: Getty Images
Undirbúningstímabil Liverpool hófst í dag þegar liðið tapaði 2-1 gegn danska liðinu Bröndby í æfingaleik.

Leikmenn sem tóku þátt í heimsmeistaramótinu voru ekki með Liverpool. Liðið var því að mestu skipað ungum og óreyndum leikmönnum, en þó voru þekkt nöfn í liði dagsins líkt og Coutinho, Fabio Borini og Daniel Agger.

Heimamenn voru fyrr til að skora þegar Christian Norgaard skoraði í fyrri hálfleik. Kristoffer Peterson jafnaði fyrir Liverpool eftir hálfleik áður en Ferhan Hasani gerði sigurmark Bröndby seint í leiknum.

Liverpool fer nú aftur heim til Englands og leikur gegn Preston North End um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner