Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 16. júlí 2014 18:30
Daníel Freyr Jónsson
Luis Enrique: Messi er sá besti
Luis Enrique.
Luis Enrique.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, stjóri Barcelona, segir engan vafa á því að Argentínumaðurinn Lionel Messi sé besti fótboltamaður heims um þessar mundir.

Spánverjinn segir það óvenjulegt að það sé talið eðlilegt fyrir Messi að skora 60 mörk á tímabili og það sanni að hann sé bestur.

,,Við teljum að það sé eðlilegt fyrir hann að skora 60 mörk, en það er það svo sannarlega ekki. Ég tel að hann hafi margt fram að færa fyrir liðið," sagði Enrique.

,,Mitt markmið er að ná því besta úr hverjum leikmanni. Fyrir mér, sem og mörgum öðrum, er Messi sá besti í heiminum."

Þá er Enrique farinn að leggja línurnar fyrir komandi tímabil, sem verður hans fyrsta sem stjóri Barcelona.

,,Ég vil að liðið haldi í sinn leikstíl og vill sigra. Ég vill sýna góða hluti, skora mörk, verjast vel og spila jafnvel að heiman og við gerum á Nou Camp."
Athugasemdir
banner
banner
banner