Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   mið 16. júlí 2014 16:06
Arnar Daði Arnarsson
Ögmundur til Randers (Staðfest)
Ögmundur á heimavelli Randers.
Ögmundur á heimavelli Randers.
Mynd: Heimasíða Randers
Markvörðurinn, Ögmundur Kristinsson er genginn í raðir danska liðsins Randers. Hann gekk undir læknisskoðun hjá liðinu og skrifaði eftir hana undir eins árs samning við félagið. Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins nú rétt í þessu.

Randers kaupir Ögmund af Fram sem hefur spilað með þeim allan sinn meistaraflokksferil eða frá árinu 2006. Síðustu ár hefur hann verið fyrirliði liðsins.

Rand­ers til­kynnti á sama tíma að aðal­markvörður liðsins frá síðasta tíma­bili, Peter Fri­is Jen­sen, væri far­inn frá fé­lag­inu til Vi­borg.

Fyrr í sumar fengu Randers, sænska markvörðinn Kalle Johnsson frá NEC Nijmegen í Hollandi, fyrrum liðsfélaga Guðlaugs Victors. Fyrir hjá Randers er Íslendingurinn, Theodór Elmar Bjarnason.

Eftir hjá Fram er Hörður Fannar Björgvinsson markvörður, fæddur árið 1997 en Framarar hafa verið í viðræðum við Frederik Schram markmann U-21 landsliðs Íslands sem leikur í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner