Markvörðurinn, Ögmundur Kristinsson er genginn í raðir danska liðsins Randers. Hann gekk undir læknisskoðun hjá liðinu og skrifaði eftir hana undir eins árs samning við félagið. Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins nú rétt í þessu.
Randers kaupir Ögmund af Fram sem hefur spilað með þeim allan sinn meistaraflokksferil eða frá árinu 2006. Síðustu ár hefur hann verið fyrirliði liðsins.
Randers kaupir Ögmund af Fram sem hefur spilað með þeim allan sinn meistaraflokksferil eða frá árinu 2006. Síðustu ár hefur hann verið fyrirliði liðsins.
Randers tilkynnti á sama tíma að aðalmarkvörður liðsins frá síðasta tímabili, Peter Friis Jensen, væri farinn frá félaginu til Viborg.
Fyrr í sumar fengu Randers, sænska markvörðinn Kalle Johnsson frá NEC Nijmegen í Hollandi, fyrrum liðsfélaga Guðlaugs Victors. Fyrir hjá Randers er Íslendingurinn, Theodór Elmar Bjarnason.
Eftir hjá Fram er Hörður Fannar Björgvinsson markvörður, fæddur árið 1997 en Framarar hafa verið í viðræðum við Frederik Schram markmann U-21 landsliðs Íslands sem leikur í Danmörku.
Athugasemdir