Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mið 16. júlí 2014 19:51
Daníel Freyr Jónsson
Pepsi kvenna: Þrenna Fanndísar tryggði Blikum dramatískan sigur
Fanndís gerðu þrennu á 15 mínútum.
Fanndís gerðu þrennu á 15 mínútum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Breiðablik 4 - 2 ÍBV
0-1 Shaneka Jodian Gordon ('21)
1-1 Jóna Kristín Hauksdóttir ('29)
1-2 Natasha Anasi ('50)
2-2 Fanndís Friðriksdóttir ('77)
3-2 Fanndís Friðriksdóttir ('85)
4-2 Fanndís Friðriksdóttir ('90)

Breiðablik lagði í kvöld ÍBV að velli í fjörugum og dramatískum leik þegar liðin mættust í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Lokatölur urðu 4-2 fyrir Blikum, en ÍBV leiddi 2-1 þegar innan við stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Shaneka Jodian Gordon og Natasha Anasi gerðu mörk ÍBV, en í millitíðinni hafði Jónu Kristínu Hauksdóttir tekist að jafna metin með laglegu marki.

Fanndís Friðriksdóttir tók hinsvegar leikinn í sínar hendur og jafnaði metin fyrir Blika með þrumuskoti rúmum 10 mínútum fyrir leikslok. Hún var síðan aftur á ferðinni á 85. mínútu og skoraði eftir að hafa fengið mikið pláss í teig ÍBV með boltann.

Fanndís lét ekki þar við sitja og skoraði sitt þriðja mark undir lokin beint úr hornspyrnu.

Blikar hafa nú 19 stig í 2. sæti, á meðan ÍBV er áfram í 7. sæti með 12 stig.
Athugasemdir
banner
banner