Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 16. júlí 2014 07:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Daily Mail 
Southampton býður Jay Rodriguez nýjan samning
Jay Rodriguez.
Jay Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Southampton ætlar að gera allt sem í valdi sínu stendur til að halda stjörnuframherjanum Jay Rodriguez og hefur boðið honum nýjan samning.

Rodriguez á tvö ár eftir af núgildandi samningi sínum, en forráðamenn Southampton hafa boðið honum nýjan fimm ára samning sem innifelur í sér umtalsverða launahækkun.

Southampton keypti Rodriguez frá Burnley fyrir tveimur árum og skoraði hann 15 mörk í úrvalsdeildinni í vetur. Allt stefndi í að hann færi á HM með enska landsliðinu, en slæm hnémeiðsli sem hann varð fyrir undir lok tímabilsins komu í veg fyrir það.

Mikið hefur kvarnast úr liði Southampton og félagið þegar selt þá Luke Shaw, Rickie Lambert og Adam Lallana í sumar.

Hinn 24 Rodriguez er álitinn einn af bestu leikmönnum liðsins og ætla forráðamenn að koma í veg fyrir að hann fari frá félaginu, þrátt fyrir áhuga Arsenal og Liverpool.
Athugasemdir
banner