mið 16. júlí 2014 15:15
Grímur Már Þórólfsson
Heimild: Sky 
Valencia til West Ham (Staðfest)
Valencia er mættur á Upton Park
Valencia er mættur á Upton Park
Mynd: Getty Images
West Ham hefur keypt Enner Valencia frá Pachuca fyrir kaupverð er nemur 15 milljónum punda. Eru þetta dýrustu félagsskipti frá mexíkósku deildinni frá upphafi.

Hinn 25 ára gamli framherji sem skoraði öll mörk Ecuador á HM í sumar, hefur skrifað undir 5 ára samning við West Ham. Valencia er fimmtu kaup West Han í sumar, en félagið hefur þegar fengið Mauro Zarate, Cheikhou Kouyate, Aaron Cresswell og Diego Poyet.

Stewart Downing vængmaður West Ham býst við því að Valencia eigi eftir að standa sig vel hjá West Ham hliðin á þeim Carroll og Zarate.

,,Stóran hluta seinasta tímabils vorum við án framherja. Við getum ekki treyst bara á Andy Carroll. Hann var stærstu kaupin í fyrra en hann átti við meiðsli að stríða svo vonandi eiga nýju leikmennirnir eftir að taka pressuna frá honum og það sem ég hef séð af Valencia er mjög gott." Sagði Downing í viðtali við fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner