Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. júlí 2014 23:04
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal með hnífinn á lofti? - Tíu gætu farið
Baksíða Mirror á morgun.
Baksíða Mirror á morgun.
Mynd: Mirror
Ensku blöðin Mirror og Express fullyrða bæði í útgáfum sínum sem koma út á morgun að Louis van Gaal ætli að gera gríðarlegar breytingar á leikmannahópi Manchester United.

Marouane Fellaini og Wilfried Zaha eru meðal þeirra tíu leikmanna sem nefndir eru sem líkleg fórnarlömb niðurskurðarhnífsins.

Luke Shaw og Ander Herrera eru gengnir í raðir United en miðað við þessar fréttir eru mun fleiri leikmenn á leiðinni.

Sagt er að Van Gaal sé ekki hrifinn af samsetningu leikmannahópsins og framtíð Luis Nani, Ashley Young, Shinji Kagawa, Javier Hernandez, Tom Cleverley, Anderson, Bebe og Nick Powell hjá félaginu er í hættu. Þeir munu ekki vera hluti af áætlunum Hollendingsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner