Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. júlí 2015 13:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Við þurfum meiri vitundarvakningu
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Eymundur L.Eymundsson ráðgjafi og fyrrverandi leikmaður Þórs og Magna.
Eymundur L.Eymundsson ráðgjafi og fyrrverandi leikmaður Þórs og Magna.
Mynd: Úr einkasafni
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Einstaklingar hafa stigið fram og miðlað af sinni reynslu af vanlíðan til að opna umræðuna og hjálpa öðrum að leita sér aðstoðar. En hvað svo? Einn íþróttamaðurinn sagði að hann hafði mætt skilningsleysi þar sem honum var sagt að hætta þessu væli og rífa sig upp og hann er örugglega ekki sá fyrsti sem fær þessi skilaboð.

Það er nokkuð ljóst að menn væru ekki að tala um sín andlegu veikindi og vanlíðan ef það væri svo auðvelt að rífa sig bara upp. Hvað ætli séu mörg ungmenni og fullorðnir sem glíma við andleg veikindi eða vanlíðan innan íþróttahreyfingarinar. Hvað ætli margir hafi hætt eða leitað í vímuefni vegna þess að þeir þora ekki að tala um sína líðan og hafa engan til að tala við innan síns liðs?

Það að menn eigi að vera sterkir og megi ekki sýna veikleika sem íþróttamaður ef hann glímir við vanlíðan sem hefur áhrif á hans líf er engum til góðs. Þetta er mikil lífsskerðing fyrir unga sem eldra fólk ef það getur ekki stundað sitt áhugamál út af ótta við það að það sé mætt með skilningsleysi. Einstaklingar í íþróttum hafa fallið fyrir eigin hend en lítil umræða hefur verið um orsakir að þeir völdu þessa leið.

Ég sjálfur hef glímt við geðraskanir síðan ég var krakki og stundað íþróttir með mína vanlíðan.. Byrjaði með kvíða sem þróaðsit út í félagsfælni og um 12. ára aldur var maður farinn að fela sína líðan með grímum til að engin myndi sjá hvernig mér liði í íþróttum eða lífinu yfirhöfuð. Var um 13.ára farin að hugsa að það væri engin tilgangur með þessu lífi en hafði ekki kjark til að taka mitt eigið líf. Vissi ekki afhverju mér leið svona og skammaðist mín fyrir sjálfan mig og faldi mínar tilfinningar með grímum og í fótboltanum vantaði sjálfstraustið. Þorði ekki að tala um mína vanlíðan var hræddur að það yrði bara enn verra og menn myndu gera lítið úr mér eins og það væri ekki nóg fyrir.
Fótboltaferill
Spilaði upp alla yngri flokka Þórs upp í meistaraflokk en þá fór ég að flýja og fór yfir í Magna á Grenivík þar sem vinur minn Þorsteinn Ólafsson og fyrrverandi landsliðsmarkvörður var þjálfari en hann var þjálfari minn síðasta árið sem ég var í 2.flokki Þórs. Hef trú á að hann hafi grunað að mér liði illa þótt að hann hafi ekki minnst á það en hann virtist einhvernveginn skilja mig og besti þjálfari sem ég hef haft.og á honum mikið að þakka.

Ég spilaði með Magna á Genivík árið 1987 og man hvað mér kveið alltaf fyrir æfingum og leikjum en þorði aldrei að tala um þar sem ég vissi ekki afhverju mér leið svona. Var hræddur að tala um mínar tilfinningar og vanlíðan og notaði því grímurnar til að fela mína líðan. Eftir keppnistímabilið var Þorsteinn að tala um að ég ætti heima í Þór og hafði trú á mér svo ég lét verða af því að skipta yfir í Þór 1988. Ég held að ég geti sagt það með vissu að aldrei á ævinni hefur mér liðið eins illa í íþróttum og þetta ár. Sjálfstraustið var ekki mikið fyrir en það hvarf alveg þarna og var á tímabili að hugsa um að hætta í boltanum.

En lét verða af því að skipta yfir í Magna um haustið og spilaði í 5.ár með mínar grímur og feluleik sem hafði mikil áhrif á mína getu vegna lítils sjálfstrausts. Þótt að ég hafi eignast góða félaga þar leið manni aldrei vel og var oft búinn að gefa í á leiðini til Grenivíkur þar sem ég ætlaði að enda mitt líf. Eitthvað hélt aftur af mér sem ég veit ekki hvað var nema hræðsla að mér myndist ekki takast það. En 1994 þurfti ég að hætta út af meiðslum sem hafa bjargað mínu lífi þótt skrýtið sé.

Þar sem 2005 urðu mikil straumhvörf í mínu lífi þegar ég fór í verkjaskóla eftir mína aðra mjaðmaliðaskiptingu og þá var ein fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Þá sá ég í fyrsta skipti hvað ég hafi verið að glíma síðan ég var krakki og gat fengið hjálp og þurfti ekki að skammast mín fyrir að vera með andleg veikindi. Eftir mikla vinnu í sjálfum mér hef ég verið að miðla af minni reynslu og veit að mörg börn, unglingar og fullorðnir glíma við þessa vanlíðan en þora ekki að opna sig og vita ekki hvert þau geta leitað innan síns félags.

Stefnumótun þarf í íþróttahreyfinguna til að hjálpa þeim sem þurfa á stuðningi að halda
Við þurfum stefnumótun þar sem börn,unglingar og fullorðnir eiga ekki að þurfa að vera með grímu og þykjast vera sterkir til að falla í hópinn til að geta stundað sínar íþróttir. Það að byggja upp einstakling sem á við andleg veikindi eða vanlíðan að stríða þurfum við að geta stutt við innan félagsins og íþróttahreyfingarinnar að það sé í lagi að tala um sína vanlíðan.

Þurfum að geta talað um hvernig er hægt að bregðast við og vinna með sem lið. En til þess þarf samstöðu en ekki gera lítið úr vandanum það eiga allir að geta stundað íþróttir ef þeir hafa áhuga á og stundum þurfa menn stuðning og eiga félög að geta verið fyrsta aðstoð. Förum úr sandkassanum og verðum íþróttahreyfing án fordóma.
Eymundur L.Eymundsson ráðgjafi og fyrrverandi leikmaður Þórs og Magna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner