Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 16. júlí 2017 23:36
Brynjar Ingi Erluson
Bjössi Hreiðars: Leikmenn þekkja sín hlutverk vel
Sigurbjörn Hreiðarsson
Sigurbjörn Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Vals í Pepsi-deild karla, var sáttur með 1-0 sigur liðsins á Víkingum í kvöld en mótið er nú hálfnað.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Valur

Nicolas Bögild skoraði sigurmark Vals eftir laglegan undirbúning Andra Adolphssonar en Valsmenn eru í efsta sæti deildarinnar þegar ellefu leikir eru búnir.

„Við erum ótrúlega ánægðir með þetta að koma í Víkina á erfiðan útivöll. Þeir eru búnir að vera í þvílíkum gír og að koma hingað að vinna og halda hreinu og við erum ótrúlega ánægðir með frammistöðu leikmanna," sagði Sigurbjörn.

„Leikmenn þekkja sín hlutverk og vita hvað til þarf. Við vissum að við værum að mæta þéttu liði og gátum ekki gefið nein færi á okkur."

Patrick Pedersen spilaði sinn fyrsta leik með Valsmönnum í sumar en hann samdi við liðið fyrir skömmu síðan. Hann hefur átt góðar stundir í Valstreyjunni en Sigurbjörn var ánægður með hann.

„Mér fannst hún góð. Alltaf hægt að finna hann í fætur og taka skemmtilegar hreyfingar. Hann er ekki búinn að spila leik lengi en mér fannst hann gera þetta vel og hann er einn af betri leikmönnunum. Þegar hann var hér síðast þá var hann einn af tveimur eða þremur bestu leikmönnum í deildinni."

Haukur Páll Sigurðsson fór meiddur af velli í byrjun leiks hjá Valsmönnum en það er ekkert alvarlegt.

„Nei, það held ég ekki. Hann er búinn að vera stífur þarna og þetta hefur haldið. Hann stífnaði aðeins," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner