Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 16. ágúst 2017 09:49
Elvar Geir Magnússon
Coutinho sagður gera allt til að komast til Barcelona
Coutinho er sagður tilbúinn að setja landsliðssæti sitt hjá Brasilíu í hættu til að reyna að komast til Barcelona.
Coutinho er sagður tilbúinn að setja landsliðssæti sitt hjá Brasilíu í hættu til að reyna að komast til Barcelona.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Mundo Deportivo segir að Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho hjá Liverpool geri allt sem í sínu valdi stendur til að komast til Barcelona. Liverpool vill ekki selja sína skærustu stjörnu en leikmaðurinn reynir að fá félagið til að hleypa sér til spænska stórliðsins.

Coutinho er óleikfær vegna bakmeiðsla en sagt er að hann hafi tilkynnt Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, að hann muni ekki spila aftur fyrir Liverpool.

Mundo Deportivo segir að hann sé svo ákveðinn í að komast frá Liverpool að hann sé tilbúinn að setja sæti í brasilíska landsliðinu fyrir HM á næsta ári í hættu.

Coutinho ku tilbúinn að sitja í stúkunni næsta mánuði ef Liverpool nær ekki samkomulagi við Barcelona.

Börsungar eru einnig að vinna í því að fá til sín Frakkann unga Ousmane Dembele frá Borussia Dortmund. Umræður um að Dembele væri á leið til Barcelona náðu ákveðnu hámarki þegar myndir birtust af stráknum vera að henda kössum í bíl sinn, eins og hann sé að undirbúa flutning til Spánar.


Athugasemdir
banner
banner
banner