Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 16. ágúst 2017 16:14
Elvar Geir Magnússon
Formaður Southampton: Van Dijk er ekki til sölu í þessum glugga
Virgil van Dijk verður ekki seldur frá Southampton.
Virgil van Dijk verður ekki seldur frá Southampton.
Mynd: Getty Images
„Það verður enginn seldur sem við viljum ekki selja og hann er ekki til sölu í þessum glugga. Við höfum sagt þetta oftar en einu sinni," segir Ralph Krueger, stjórnarformaður Southampton, um varnarmanninn hollenska Virgil van Dijk.

Þetta er í fyrsta sinn sem Krueger tjáir sig opinberlega um Van Dijk eftir að leikmaðurinn reyndi að þvinga félagið til þess að selja sig. Hann fór formlega fram á sölu fyrir tíu dögum en Liverpool , Chelsea og Manchester City hafa öll sýnt honum áhuga.

„Mauricio Pellegrino hefur gert frábæra hluti í að höndla þessar aðstæður. Þetta hefur ekki truflað lið okkar. Einbeitingin á æfingum er enn frábær og andrúmsloftið í klefanum einnig. Auðvitað munu allir taka Virgil opnum örmum þegar hann kemur aftur."

Southampton er harðákveðið í að halda Van Dijk og býst félagið ekki við því að neitt af félögunum sem hafi áhuga á leikmanninum geri það stórt tilboð að staðan verði endurskoðuð. Krueger segir að það sýni metnað félagsins að halda í Van Dijk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner