Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. ágúst 2017 08:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Gundogan sneri aftur í lið City
Ilkay Gundogan sneri aftur eftir erfið hnémeiðsli
Ilkay Gundogan sneri aftur eftir erfið hnémeiðsli
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn, Ilkay Gundogan, sneri aftur á fótboltavöllinn eftir átta mánaða fjarveru í gær. City spilaði þá æfingaleik við spænska úrvalsdeildarliðið Girona á Spáni.

Þjóðverjinn Gundogan hefur verið að jafna sig af alvarlegum hnémeiðslum sem hann varð fyrir í leik gegn Watford í desember á síðasta ári og spilaði hann síðustu tuttugu mínútur leiksins.

Gundogan gæti því verið í hóp hjá City næstkomandi mánudag þegar liðið mætir Everton í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikurinn í gær endaði með 1-0 sigri Girona en Pep Guardiola gerði níu breytingar á liði sínu síðan um helgina þegar liðið vann 2-0 sigur á nýliðum Brighton.

Guardiola fór með liðið sitt til Spánar eftir leikinn gegn Brighton og er það lokaundirbúningur liðsins fyrir komandi tímabil. City kemur til Englands aftur á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner