Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 16. ágúst 2017 20:43
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Liverpool
Gylfi: Hlakka mjög mikið til að spila með Rooney
Icelandair
Rooney skoraði gegn Stoke um síðustu helgi.
Rooney skoraði gegn Stoke um síðustu helgi.
Mynd: Everton - Twitter
Gylfi Þór Sigurðsson er spenntur fyrir því að leika með Wayne Rooney hjá Everton. Rooney kom aftur til Everton í sumar eftir farsælan feril hjá Manchester United og í dag varð Gylfi dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton þegar félagið keypti hann frá Swansea á 45 milljónir punda.

„Þegar maður var að alast upp þá horfði maður mikið á toppliðin. Rooney hefur verið í miklu uppáhaldi hjá öllum krökkum síðustu 10-15 ár. Hann er markahæsti leikmaður enska landsliðsins og ekki langt frá því að vera leikjahæstur líka. Það er mikil reynsla í honum og mikil gæði eins og hann sýndi um síðustu helgi," sagði Gylfi við Fótbolta.net í kvöld

Gylfi og Rooney verða báðir í stóru hlutverki í sóknarleik Everton á komandi tímabili og Gylfi vonar að þeir eigi eftir að ná vel saman.

„Vonandi. Hann er frábær leikmaður og ég hlakka mjög mikið til að spila með honum eins og öllu liðinu. Þetta hefur verið erfitt undirbúningstímabil. Þetta hefur langan tíma en nú er maður loksins spenntur aftur að fara að spila leiki."

Í leikmannahópi Everton eru tveir fyrrum samherjar Gylfa. Ashley Williams lék með honum hjá Swansea og Aaron Lennon lék með honum hjá Tottenham.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Gylfa í heild sinni.
Risa viðtal við Gylfa um félagaskiptin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner