
Gylfi Þór Sigurðsson reiknar með að spila sem framliggjandi miðjumaður eða á miðri miðjunni hjá Everton eftir að hann gekk í raðir félagins í dag.
Gylfi spilaði talsvert á vinstri kantinum hjá Swansea á síðasta tímabili en Everton spilar 3-5-2 kerfi eða 3-4-1-2 þar sem kantmennirnir eru með varnarsinnað hlutverk. Hann reiknar því ekki með að vera á kantinum hjá Everton.
Gylfi spilaði talsvert á vinstri kantinum hjá Swansea á síðasta tímabili en Everton spilar 3-5-2 kerfi eða 3-4-1-2 þar sem kantmennirnir eru með varnarsinnað hlutverk. Hann reiknar því ekki með að vera á kantinum hjá Everton.
„Hvort sem það er í tíunni eða með tvær áttur á miðjunni, þá skiptir það mig litlu máli. Hjá (Paul) Clement (stjóra Swansea) spilaði ég oft vinstra megin og fékk frjálst hlutverk til að koma mikið inn á miðjuna. Mér líður best inn á miðri miðjunni. Hvort sem það er númer átta eða tíu, það skiptir ekki máli," sagði Gylfi en hvernig líst honum á að spila í liði sem notar þriggja manna vörn?
„Mjög vel. Það gekk frábærlega hjá Chelsea á síðasta tímabili með þrjá eða fimm í vörninni. Það skiptir litlu hvaða leikkerfi liðin spila í dag. Þetta eru alltaf erfiðir leikir og þú þarft að spila gríðarlega vel til að ná í þrjú stig. Sama hvaða kerfi hann spilar þá verð ég sáttur," sagði Gylfi.
Hér að neðan má sjá viðtalið við Gylfa í heild sinni.
Athugasemdir