Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 16. ágúst 2017 22:00
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Liverpool
Gylfi um svakalegt leikjaprógram: Þetta er það sem maður vill gera
Icelandair
Gylfi mætir fullt af stórliðum á næstu vikum.
Gylfi mætir fullt af stórliðum á næstu vikum.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson gæti spilað sinn fyrsta leik með Everton þegar liðið heimsækir Manchester City

Ég vona það, ég verð ekki í hópnum í Evrópudeildinni á morgun (gegn Hajduk Split) en eftir það er stórleikur á móti City og síðan er útileikurinn á móti Hajduk Split. Vonandi verð ég í liðinu í öðrum hvorum þessara leikja," sagði Gylfi við Fótbolta.net í kvöld.

Gylfi spilaði fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu en ekki söguna meira.

Því er kominn um það bil mánuður síðan hann spilaði leik og þar áður var hann í sumarfríi.

„Ég er búinn að vera að æfa á fullu en auðvitað er það ekki það sama og að spila leik í 90 mínútur," sagði Gylfi.

„Við munum komast að því fljótlega en ég held að ég þurfi einhverjar mínútur til að byggja upp leikþol. En ég er búinn að vera að æfa á fullu, bæði duglegur að hlaupa og æfa með Swansea síðustu vikur. Ég þarf einhverja leiki til að komast í toppstand."

Eftir leikinn gegn Manchester City taka við leikir hjá Everton gegn Chelsea, Tottenham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi byrjar því á alvöru prógrami.

„Jú jú, þetta er alvöru program og Finnland og Úkraína þar á milli. Þetta er það sem maður vill gera. Maður vill spila leiki og skemmtilegast er þegar það eru tveir leikir í viku. Þá æfir maður minna og spilar meira, það er það sem maður vill."

Hér að neðan má horfa á viðtalið við Gylfa í heild sinni.
Risa viðtal við Gylfa um félagaskiptin
Athugasemdir
banner
banner