
Everton kynnti Gylfa Þór Sigurðsson til leiks með myndbandi á Twitter síðu sinni í kvöld þar sem víkingaklappið fræga var í aðalhlutverki.
Gylfi reiknar þó ekki með að taka víkingaklappið á Goodison Park eftir sigurleiki í vetur.
Gylfi reiknar þó ekki með að taka víkingaklappið á Goodison Park eftir sigurleiki í vetur.
„Þeir mega taka það en ég held að ég sé ekki að fara að stjórna þessu. Ég held að þetta sé orðið svolítið þreytt fyrir utan hjá landsliðinu og stuðningsmönnunum heima," sagði Gylfi við Fótbolta.net.
„Ég er ekki mikill stuðningsmaður þess þegar leikmenn eru að taka þetta með sínum félagsliðum. Auðvitað er þetta svolítið sérstakt eftir EM, tengingin með stuðningsmönnum Íslands og landsliðsins. Fyrir utan það leyfi ég öðrum að standa í þessu bara."
Hér að neðan má sjá myndbandið þar sem Gylfi var kynntur sem og langt viðtal við hann um félagaskiptin.
👀 | Look who's here... pic.twitter.com/iAcnN5SSn4
— Everton (@Everton) August 16, 2017
Athugasemdir