Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. ágúst 2017 08:41
Elvar Geir Magnússon
Joselu til Newcastle (Staðfest)
Joselu er kominn í Newcastle.
Joselu er kominn í Newcastle.
Mynd: Newcastle
Newcastle United hefur keypt sóknarmanninn Joselu frá Stoke á 4 milljónir punda.

Þessi 27 ára leikmaður skrifaði undir þriggja ára samning en hann hefur spilað fyrir Real Madrid, Celta Vigo og Hoffenheim. Í júní 2015 gekk hann í raðir Stoke fyrir 5,75 milljónir punda frá Hannover í Þýskalandi.

Spánverjinn var hjá Deportivo La Coruna á láni á síðasta tímabili þar sem hann skoraði sex mörk í 24 leikjum.

Hann er sjötti leikmaðurinn sem Rafael Benítez fær til sín síðan Newcastle komst aftur í ensku úrvalsdeildina.

„Ég er mjög ánægður því ég hef skrifað undir hjá mjög stóru félagi," segir Joselu.

Newcastle tapaði 2-0 gegn Tottenham á sunnudag í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Félagið hefur einnig keypt varnarmennina Florian Lejeune og Javier Manquillo og miðjumennina Mikel Merino, Christian Atsu og Jacob Murphy.

Joselu skoraði fjögur mörk í 27 leikjum á sínu eina tímabili í ensku úrvalsdeildinni fyrir Stoke.

„Við teljum að hann geti sýnt hæfileika sína hjá okkur og muni reynast góð kaup. Hann gerir sér grein fyrir þeirri áskorun sem við höfum fært honum hjá Newcastle," segir Benítez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner