Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 16. ágúst 2017 07:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Llorente byrjaður aftur að æfa eftir meiðsli
Fernando Llorente er mættur aftur til æfinga hjá Swansea
Fernando Llorente er mættur aftur til æfinga hjá Swansea
Mynd: Getty Images
Fernando Llorente, framherji Swansea City, er mættur aftur til æfinga hjá enska félaginu eftir meiðsli. Hann mun hins vegar ekki ná leiknum gegn Manchester United um næstu helgi.

Llorente skoraði 15 mörk á síðustu leiktíð og hjálpaði Swansea ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Spánverjinn hefur ekkert æft með liðinu þó síðustu vikur eftir að hafa handleggsbrotnað þegar hann datt af hjóli í sumarfríi sínu.

„Það er frábært að fá Fernando aftur til baka. Við þurfum að sjá hversu fljótt við getum komið honum í form, en hann verður ekki tilbúinn fyrir leikinn gegn United," sagði Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea.

„Eðli meiðslanna voru þannig að hann hefur misst mikinn styrk í efri líkamanum. Hann hefur þó haldið sér í góðu formi en hann þarf að vinna í efri líkamanum."

Clement segir að hann gæti verið tilbúinn í næsta deildarleik á eftir United sem er Crystal Palace.

„Palace er möguleiki. Við skulum sjá. Við munum taka stöðuna frá degi til dags. Vonandi mun hann koma vel út á æfingum og vera tilbúinn fljótlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner