Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 16. ágúst 2017 16:35
Elvar Geir Magnússon
Man City vill fá Jonny Evans
Evans, 29 ára, er fyrirliði West Brom.
Evans, 29 ára, er fyrirliði West Brom.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur áhuga á að fá varnarmanninn Jonny Evans frá West Bromwich Albion.

BBC segir að viðræður hafi átt sér stað síðustu vikur en ekki sé neitt samkomulag um kaup á norður-írska landsliðsmanninum.

Evans spilaði 198 leiki fyrir Manchester United áður en hann gekk í raðir West Brom 2015. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum.

Í sumar hafnaði West Brom tilboði frá Leicester upp á 10 milljónir punda.

Evans fór til United sem skólastrákur og vann þrjá enska meistaratitla og tvo deildabikarmeistaratitla. Hann yfirgaf félagið eftir að Louis van Gaal sagði hann ekki í áætlunum sínum.

Fyrir tólf mánuðum sýndi Arsenal áhuga á honum.

Manchester City er spáð Englandsmeistaratitlinum en liðið vann 2-0 útisigur gegn nýliðum Brighton & Hove Albion um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner