mið 16. ágúst 2017 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Napoli lagði Nice - Stórsigur Celtic
Napoli er í góðum málum.
Napoli er í góðum málum.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers og hans menn eru nánast komnir í riðlakeppnina.
Brendan Rodgers og hans menn eru nánast komnir í riðlakeppnina.
Mynd: Getty Images
Það var leikið í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Um er að ræða fyrri umspilsleiki fyrir riðlakeppnina sem fer senn að hefjast.

Stórleikur kvöldsins var leikur Napoli og Nice. Leikurinn var á Ítalíu, en Nice var án Mario Balotelli og Wesley Sneijder í kvöld.

Það hafði mikil áhrif, en Napoli vann leikinn 2-0. Dries Mertens, sá snjalli leikmaður, og Jorginho skoruðu mörkin fyrir ítalska liðið, sem er í býsna góðum málum fyrir seinni leikinn í Frakklandi.

Annað lið sem er í góðum málum er Celtic. Skosku meistararnir eru nánast komnir í riðlakeppnina eftir 5-0 sigur á Astana frá Kasakstan.

Olympiacos vann 2-1 sigur á Rijeka frá Króatíu, FH-banarnir í Maribor töpuðu gegn Hapoel Beer Sheva og Sevilla vann á útivelli í Tyrklandi.

Celtic 5 - 0 Astana
1-0 Tomas Rogic ('32 )
2-0 Scott Sinclair ('42 )
3-0 Scott Sinclair ('60 )
4-0 James Forrest ('79 )
5-0 Igor Shitov ('88 , sjálfsmark)

Olympiakos 2 - 1 Rijeka
0-1 Araujo Heber ('42 )
1-1 Vadis Odjidja ('66 )
2-1 Alaixys Romao ('90 )
Rautt spjald: Leonard Zuta, Rijeka ('83)

Hapoel Beer Sheva 2 - 1 Maribor
0-1 Marcos Tavares ('10 )
1-1 Anthony Nwakaeme ('12 )
2-1 Shir Tzedek ('45 , víti)

Istanbul Basaksehir 1 - 2 Sevilla
0-1 Sergio Escudero ('16 )
1-1 Eljero Elia ('64 )
1-2 Wissam Ben Yedder ('84 )

Napoli 2 - 0 Nice
1-0 Dries Mertens ('13 )
2-0 Jorginho ('70 , víti)
Rautt spjald: Vincent Koziello, Nice ('80), Alassane Plea, Nice ('81)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner