Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. ágúst 2017 13:04
Elvar Geir Magnússon
Ólsarar gistu rétt hjá Þorlákshöfn fyrir fallslaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18 í kvöld verður gríðarlega mikilvægur fallbaráttuslagur í Pepsi-deildinni þegar ÍBV og Víkingur Ólafsvík eigast við á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og verður einnig í beinni textalýsingu hjá okkur.

Um er að ræða næst­ síðasta leik 15. um­ferðar Pepsi-deildarinnar.

Eyja­menn eru í fallsæti, ellefta sætinu, með 13 stig en Ólafs­vík­ing­ar eru með þrem­ur stig­um meira í sæt­inu fyr­ir ofan.

ÍBV varð bikarmeistari á laugardaginn með því að vinna óvæntan sigur gegn FH en í hádeginu birtum við skemmtilega myndaveislu frá heimkomunni til Vestmannaeyja.

Ejub Purisevic og hans menn gistu saman rétt fyrir utan Þorlákshöfn í nótt og eru þegar þessi frétt birtist að sigla inn til Vestmannaeyja. Fagmannlegur undirbúningur hjá Víkingum.

Liðið á harma að hefna en ÍBV vann 3-0 útisigur þegar þessi lið mættust í Ólafsvík í fyrri umferðinni. ´

Alvaro Montejo kom Eyjamönnum yfir en hin tvö mörkin komu eftir að Guðmundur Steinn Hafsteinsson, leikmaður Víkinga, fékk að líta rauða spjaldið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner