Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mið 16. ágúst 2017 22:22
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Rakel: Ég og Fanndís vorum í slag
Rakel fannst fyrri hálfleikur góður í kvöld en sá seinni skrítinn
Rakel fannst fyrri hálfleikur góður í kvöld en sá seinni skrítinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
“Ég er sérstaklega ánægð með fyrri hálfleikinn. Mér fannst hann góður hjá okkur. Það komu svona pínu skrítnir kaflar í seinni hálfleik þar sem við vorum að sparka boltanum útaf og á þeirra leikmenn, svolítið skrítinn kafli. Í heildina ánægð með sigurinn auðvitað,” sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir tveggja marka sigur á Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 Breiðablik

Breiðablik er nú komið í 2. sæti deildarinnar, a.m.k. þangað til annað kvöld þegar umferðin klárast með 3 leikjum. Nú eru 5 umferðir eftir en Breiðablik á eftir að spila við liðin sem sitja nú í 3. og 4. sætinu, Stjörnuna og ÍBV. Hvernig verður framhaldið?

“Við ætlum bara að taka gömlu klisjuna: einn leik í einu. Það þýðir ekkert annað eins og staðan er núna. Við stjórnum í raun ekki ferðinni. Stjórnum bara því sem við gerum. Það er það eina sem við getum gert og ætlum að gera, hugsa um okkur og skoða svo bara töfluna í lokin”

Rakel spilaði með nokkuð áberandi umbúðir á vinstri olnboganum í kvöld og landsliðskonan Fanndís spilaði ekkert í leiknum. Hvað veldur?

“Ég og Fanndís vorum í slag,” sagði Rakel á léttu nótunum.

“Fanndís er stíf, mjög stíf, og ekkert vit í að spila svoleiðis. Ég fékk eitthvað aðeins högg á hendina, einhver pínulítil sprunga. Ekkert alvarlegt.”

Viðtalið við Rakel má sjá í heild sinni í spilaranum hér efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner