Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. ágúst 2017 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo: Þetta kallast ofsóknir
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er alls ekki sáttur með fimm leikja bannið sem búið er að dæma hann í. Hann fékk rautt spjald gegn Barcelona í fyrri leik liðanna um Ofurbikarinn á Spáni sem fram fór á sunnudag.

Ronaldo átti skrautlega innkomu í leiknum á sunnudag. Hann skoraði, fékk gult spjald í fagnaðarlátunum og fékk síðan annað gult og þar með rautt fyrir leikaraskap stuttu síðar. Ronaldo var ekki sáttur með seinna gula spjaldið og ýtti dómaranum í pirringi sínum.

Fyrir það fékk hann fimm leikja bann. Real Madrid reyndi að áfrýja banninu, en það var tilkynnt í dag að bann Ronaldo muni standa.

Ronaldo var ekki sáttur með það og lét heyra í sér á samfélagsmiðlum.

„Það er ómögulegt að segja ekkert í þessari stöðu. Fimm leikir! Mér finnst það ýkt og fáránlegt. Þetta kallast ofsóknir. Ég vil þakka liðsfélögum mínum fyrir stuðninginn," skrifar Ronaldo á Instagram.

Hér að neðan er færsla hans.


Athugasemdir
banner
banner
banner