Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. ágúst 2017 16:00
Fótbolti.net
Godsamskipti
Gylfi er aðalmaðurinn í Twitter pakkanum.
Gylfi er aðalmaðurinn í Twitter pakkanum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Minnum á kassamerkið #fotboltinet
Minnum á kassamerkið #fotboltinet
Mynd: Getty Images
Það er gríðarleg spenna vegna kaupa Everton á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Sigurðssyni. Þar sem Gylfi á daginn þá endurspeglast það auðvitað í Twitter pakka dagsins.



Auðunn Blöndal, fjölmiðlamaður:
Hefði einhver pikkað í Gylfa 2001 þegar að Real keypti Zidane á 45 kúlur og sagt honum að hann færi á sama verði 2017...

Tryggvi Páll‏ Tryggvason, raududjoflarnir.is:
Verður áhugavert að sjá hvernig Rooney og Gylfi fúnkera saman. Rooney hatar ekkert að spila á nákvæmlega sama svæði vallarins og Gylfi.

Pétur Örn Gíslason, fótboltaáhugamaður:
Hvað mun Gylfi fá í vikulaun?
Langar að svekkja mig á því og miða það við mánaðarlaunin mín!
#Fotboltinet

Daníel Geir Moritz, Innkastinu:
Gylfi og Everton voru lengur að finna út úr sínum málum en Ross og Rachel #fotboltinet

Kjartan Vídó, fótboltaáhugamaður:
Gylfi og Rooney verða eins og pulsa og sinnep, algjörlega geggjað par! #fotboltinet

Ívar Örn Ívarsson, fótboltaáhugamaður:
Ég vorkenni @WayneRooney. Fór til Everton til að vera kóngurinn en svo mætir Gylfi bara og hirðir af honum hásætið #fotboltinet

Helgi Fannar Sig, fótboltaáhugamaður:
Finnst 45 milljónir punda smápeningur ef þú skoðar hversu sturlaður markaðurinn er í dag og hversu góður leikmaður Gylfi er #fotboltinet

Sveinn Arnarsson, fréttamaður:
Gildir einu hver skipting peninganna er. Sala Gylfa sendir 90+ milljónir í íslenskan fótbolta. Fögnum því! #FotboltiNet

Hjalti Harðarson, Kjarnanum:
Grunar að Breiðablik kaupi alla 4. deildina fyrir þessa Gylfa peninga #fotboltinet #MoneyMilos

Viktor Þorvaldsson, fótboltaáhugamaður:
Hrikalega hljóta Swansea aðdáendur að vera spenntir fyrir Chadli í stað Gylfa. #sagðienginn #FotboltiNet

Maggi Peran, fótboltaáhugamaður:
Viktor Illuga og Gylfi spiluðu saman hjá Reading. Annar er að semja við Everton en hinn er á bekknum hjá Kórdrengjum í 4.deild #FotboltiNet

Jón Ingvar Þorsteins, stuðningsmaður Tottenham:
Samhryggist EFC á Íslandi vegna sölu GS því íþróttafréttm. ísl hafa lagt niður nafnið Everton og tekið upp "Gylfi & félagar" @Fotboltinet




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner