þri 16. september 2014 17:45
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Bellerin í vörn Arsenal
Hector Bellerin er í vörn Arsenal.
Hector Bellerin er í vörn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Stórleikur kvöldsins í Meistaradeildinni er viðureign Borussia Dortmund og Arsenal sem hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Byrjunarliðin má sjá hér að neðan ásamt byrjunarliði Liverpool sem á að vinna skyldusigur gegn Ludogerets frá Búlgaríu.

Shinji Kagawa er á bekknum hjá Dortmund þrátt fyrir frábæra frammistöðu um liðna helgi í þýsku úrvalsdeildinni.

Vegna bakvarðameiðsla Arsenal fær Hector Bellerin tækifærið í hægri bakverðinum í kvöld. Þessi 19 ára Spánverji á aðeins 26 mínútur að baki fyrir aðallið Arsenal en hann kom inn sem varamaður í deildabikarleik.

Byrjunarlið Dortmund: Weidenfeller, Durm, Sokratis, Subotic, Schmelzer, Bender, Kehl, Großkreutz, Aubameyang, Mkhitaryan, Immobile.

Byrjunarlið Arsenal: Szczesny; Bellerin, Mertesacker, Koscielny, Gibbs; Arteta, Wilshere; Sanchez, Ramsey, Özil; Welbeck.

Byrjunarlið Liverpool gegn Ludogerets: Mignolet, Manquillo, Moreno, Lovren, Sakho, Gerrard, Henderson, Coutinho, Sterling, Lallana, Balotelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner