Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 16. september 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Everton vill færa sig á Walton Hall Park
Goodison Park gæti verið yfirgefinn af Everton sem vill spila á Walton Hall Park.
Goodison Park gæti verið yfirgefinn af Everton sem vill spila á Walton Hall Park.
Mynd: Getty Images
Everton vill nota Walton Hall Park í Liverpool sem svæði fyrir nýjan leikvang félagsins, til að koma í stað Goodison Park.

Stjórn Everton hefur þegar fundað með borgarráði Liverpool og ganga hlutirnir vel samkvæmt forseta félagsins, Bill Kenwright.

,,Þetta gæti verið eitthvað mjög sérstakt fyrir borgina, íbúa norðurhluta Liverpool og alla stuðningsmenn Everton," sagði Kenwright.

,,Það er mikil vinna framundan en við erum staðráðin í því að ljúka þessu máli og ætlum að gera allt rétt.

,,Samstarf okkar við Joe Anderson, borgarstjóra Liverpool, og samstarfsmenn hans hjá borginni hefur verið gífurlega mikilvægt og jákvætt."


Joe Anderson lítur jákvæðum augum á nýja skipulagið og segir það geta skapað störf og hamingju á svæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner