þri 16. september 2014 09:50
Elvar Geir Magnússon
Flamini hægri bakvörður Arsenal gegn Dortmund?
Mathieu Flamini gæti spilað í vörninni í kvöld.
Mathieu Flamini gæti spilað í vörninni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Það er ýmislegt sem Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þarf að huga að þegar liðið mætir Borussia Dortmund í stórleik í Meistaradeildinni í kvöld. Varnarlínan er spurningamerki.

Mathieu Debuchy meiddist illa í deildinni um síðustu helgi en það var reyndar vitað að hann myndi ekki spila leikinn í kvöld vegna leikbanns. Nacho Monreal er einnig á meiðslalistanum, vegna minniháttar bakmeiðsla.

Calum Chambers er tæpur fyrir leikinn en varnarlega eru því aðeins Per Mertesacker, Laurent Koscielny og Kieran Gibbs einu reyndu leikmennirnir sem eru klárir.

19 ára hægri bakvörður, Héctor Bellerín, ferðaðist með Arsenal í leikinn en hann hefur spilað einn aðalliðsleik og það þegar hann kom inn sem varamaður í deildabikarnum.

Talið er líklegast að miðjumaðurinn Mathieu Flamini verði látinn spila sem hægri bakvörður ef Chambers getur ekki spilað. Ef Chambers er leikfær gæti hann spilað í hjarta varnarinnar og Koscielny í hægri bak. Chambers hafði aðeins spilað sem hægri bakvörður fyrir Southampton en hefur heillað Wenger sem miðvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner