Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   þri 16. september 2014 15:15
Elvar Geir Magnússon
Freyr Alexandersson: Þóra á skilið þakklæti og hrós
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti því serbneska í lokaleik sínum í undankeppni HM og verður leikið á Laugardalsvelli á morgun miðvikudag klukkan 17. Þó svo að Ísland eigi ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í Kanada þá skiptir máli að ljúka keppninni á jákvæðum nótum og setja þar með tóninn fyrir undankeppni EM.

Fótbolti.net kíkti á æfingu á Laugardalsvellinum og ræddi við Frey Alexandersson, þjálfara liðsins,

„Áhorfendur munu fá að sjá góðan leik held ég. Serbneska liðið er vel spilandi og með góða einstaklinga. Við fáum sennilega hörkufótboltaleik þar sem íslenska liðið ætlar að reyna að halda áfram að bæta sinn leik," segir Freyr.

„Eftir leikinn gegn Ísrael var ég ekkert ofboðslega ánægður með margar ákvarðanir sem við tókum en svo þegar ég horfði á hann aftur var þetta aðeins betra en manni fannst strax eftir leik. Við æfðum í gær ákvarðanatökur á síðasta þriðjungi vallarins og það gekk vel. Það var mikill stígandi í því sem við vorum að gera."

Markvörðurinn, Þóra Helgadóttir, hefur gefið út að þetta verði hennar síðasti landsleikur, sá 108. í röðinni, og er hér gott tækifæri fyrir áhorfendur að kveðja hana eftir frábæran feril.

„Það væri óskandi að þessi stórkostlegi íþróttamaður fái sigur í fyrsta lagi og að hún spili góðan leik. Að mínu mati er þetta einstakur íþróttamaður að því leyti að hún hefur verið í fremstu röð rosalega lengi. Hún hefur verið í A-landsliðinu síðan 1998 og er komin með einhverja 110 A-landsleiki. Hún á skilið mikið þakklæti og hrós."

Viðtalið má sjá i heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner