Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. september 2014 14:40
Magnús Már Einarsson
Gunni Nella hættur sem formaður KA
Gunni Nella er gríðarlega harður KA maður.
Gunni Nella er gríðarlega harður KA maður.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Níelsson er hættur sem formaður hjá knattspyrnudeild KA. Gunnar hefur verið viðloðandi starfið í KA frá 14 ára aldri en hann hefur unnið fyrir knattspyrnudeildina sem og í kringum handbolta og blak um tíma.

Hinn 51 árs gamli Gunnar hefur nú ákveðið að hætta stjórnarstörfum en Eiríkur Jóhannsson tók við formennsku á aukaaðalfundi á dögunum.

,,Nú ætla ég bara að mæta tíu mínútum fyrir leiki málaður í framan og styðja KA," sagði Gunnar og skellti upp úr.

,,Þetta hefur verið frábær tími og ég hef kynnst fullt af æðislega skemmtilegu fólki. Nú eru nýir tímar og það verður spennandi og skrýtið að lesa um það á Fótbolta.net hvað er að gerast hjá KA."

KA er í 7. sætinu fyrir lokaumferðina í 1. deildinni um næstu helgi.

,,Árangurinn í sumar er mikil vonbrigði. Að sjálfsögðu ætlum við að gera meira en að keppa um að vera í sjötta eða sjöunda sæti."

,,Ég veit að það eru alls konar sögur í gangi af hverju við í stjórninni erum að hætta en málið er bara að ég er búinn að fá nóg. Það eru ekkert samsæri eða leiðindi. Ég er alsæll. Ef ég væri í fýlu þá hefði ég opnað mig."

Athugasemdir
banner