banner
   þri 16. september 2014 06:00
Fótbolti.net
KA bikarmeistari í 3. flokki karla á Norður- og Austurlandi
Mynd: KA
KA varð bikarmeistari í 3. flokki karla á Norður og Austurlandi eftir hörku úrslitaleik gegn Þór á Akureyrarvelli síðastliðinn laugardag.

Þórsarar byrjuðu leikinn aðeins betur en fljótlega náðu KA-menn yfirhöndinni. Áki Sölvason fékk gott færi til að koma KA yfir eftir gott samspil en Aron markmaður Þórs sá við honum.

Á 25. mínútu vildu KA-menn fá víti þegar boltinn fór í hendi Þórsara en dómarinn dæmdi ekkert, það kom þó ekki úr sök því að Daníel Hafsteins var ákveðnari en markmaður Þórs og náði að skora úr þröngu færi.

Á 32. mínútu fékk Aron Kristófer Lárusson miðjumaður Þórs sitt annað gula spjald og þar með rautt. Daníel tók aukaspyrnuna sem Þórsarar voru í vandræðum með sem endaði með að Björn Andri setti boltann í markið. KA voru því komnir í þæginlega stöðu er dómari leiksins flautaði til hálfleiks.

Þórsarar voru ekki tilbúnir að gefast upp og komu í seinni hálfleik mjög ákveðnir. Glæsilegt einstaklingsframtak Guðna Sigþórssonar á 52. mín þegar hann fór framhjá nokkrum KA-mönnum áður en hann skaut boltanum í slánna og inn gaf Þórsurum trú á að þeir gætu komið til baka. Sem þeir gerðu einungis tveimur mínútum síðar þegar fyrirliði Þórs Alexander Ívan Bjarnason skoraði á fjær eftir hornspyrnu. Það sem eftir lifði leiks í venjulegum leiktíma voru Þórsarar líklegri án þess að ná að skora.

Það þurfti því að grípa til framlengingar þar sem hvorugt liðið skoraði. Í vítaspyrnukeppninni reyndist Aron Dagur Jóhannson hetja KA-manna þegar hann varði sitt annað víti í síðustu spyrnu Þórsara.

KA eru því bikarmeistarar Norður- og Austurlands í 3. flokk karla 2014.

Lið KA: Aron Jóhannson (m), Oliver Helgi Gíslason, Björn Kristinn Jónsson, Pétur Þorri Ólafsson, Hjörvar Sigurgeirsson (f), Bjarni Aðalsteinsson, Tómas Veigar Eiríksson, Andri Snær Sævarsson, Björn Andri Ingólfsson (Frosti Brynjólfsson, 49. mín), Áki Sölvason og Daníel Hafsteinsson.
Ónotaðir varamenn: Jóhann Geir Sævarsson (m), Arnór Ingvarsosn, Hermann Gunnarsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Ásmundur Smári Ragnarsson og Viktor Ingi Finnsson.
Þjálfarar: Aðalbjörn Hannesson og Andri Snær Stefánsson

Lið Þórs: Aron Birkir Stefánsson (m), Tómas Örn Arnarson, Marinó Darri Kristjánsson, Alexander Ívan Bjarnason (f), Birkir Heimisson, Aðalgeir Axelsson, Nökkvi Þeyr Þórisson, Aron Kristófer Lárusson, Guðni Sigþórsson, Halldór Mar Einarsson og Hafsteinn Ísar Júlíusson.
Varamenn: Sævar Jóhannesson (m), Brynjar Skjóldal Þorsteinsson, Patrekur Hafliði Búason, Þorri Mar Þórisson, Baldvin Ingvason, Bjarki Baldursson og Birkir Már Hauksson.
Þjálfarar: Ármann Pétur Ævarsson og Garðar Marvin Hafsteinsson
Athugasemdir
banner
banner