Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. september 2014 11:13
Magnús Valur Böðvarsson
Leikmaður Ægis fékk sitt fjórða rauða spjald í sumar
Jóhann Óli Þorbjörnsson ræðir við dómarann
Jóhann Óli Þorbjörnsson ræðir við dómarann
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Jóhann Óli Þorbjörnsson leikmaður Ægis í Þorlákshöfn hefur ekki beint haft heppnina með sér í sumar en í seinasta leik fékk hann að líta sitt fjórða rauða spjald í sumar sem væri áhugavert að athuga hvort um met væri að ræða.

Tímabilið á Íslandi verður að teljast sem ákaflega stutt þar sem liðin leika 22 leiki auk bikarkeppninnar. Með hverju rauðu spjaldi fjölgar leikbanni leikmannsins um einn leik. Jóhann mun því ljúla leik í sumar með 7 leiki í leikbanni og byrjar næsta tímabili í 3ja leikja banni eða samtals tíu leikja bann.

Fyrsta rauða spjaldið fékk hann í bikarleik gegn Aftureldingu þann 13.Mai en þá fékk hann tvö gul spjöld en það seinna kom í uppbótartíma.

Næsta rauða spjald hans kom svo akkurat mánuði seinna eða 13.júní í leik gegn KF þar sem Jóhann fékk tvö gul á stuttum tíma í byrjun síðari hálfleiks. KF menn náðu að nýta sér liðsmuninn og jafna með tveim mörkum í lokin. Þar með tók við tveggja leikja bann.

Þá er ekki öll sagan sögð en fyrsti leikurinn eftir leikbannið var svo gegn liði Reynis frá Sandgerði þann 3.júlí og fékk Jóhann strax aftur rautt spjald í þeim leik en að þessu sinni aftur í uppbótartíma. Nú blasti við þriggja leikja bann hjá leikmanninum. Rauða spjaldið kom ekki að sök að þessu sinni þar sem Ægir sigraði 1-0.

Það var svo á laugardaginn var þann 13.september sem Jóhann fékk að líta sitt fjórða rauða spjald í sumar, aftur mjög seint í leiknum fyrir sitt annað gula spjald og mun því vera í banni í seinasta leik sumarsins auk þriggja fyrstu næsta sumar.

Áhugavert er að þrjú af fjórum rauðra spjalda komu á 89.mínútu eða seinna og þrjú þeirra komu á dagsetningunni Þrettánda en eitt þeirra þann þriðja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner