þri 16. september 2014 19:39
Alexander Freyr Tamimi
Mögnuð U-beygja hjá Hutton - Framlengir við Aston Villa
Alan Hutton.
Alan Hutton.
Mynd: Getty Images
Alan Hutton hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Aston Villa, eitthvað sem fáir sáu fyrir sér á síðustu leiktíð.

Þessi 29 ára gamli hægri bakvörður hefur verið úti í kuldanum síðustu tvö ár og hafði ekki spilað deildarleik undir stjórn Paul Lambert fyrr en á þessari leiktíð.

Þessi fyrrum leikmaður Tottenham og Rangers gekk til liðs við Aston Villa sumarið 2011 eftir þrjú ár hjá Spurs, þar af einu á láni hjá Sunderland.

Hutton hafði spilað undir 40 leiki á þremur árum fyrir Aston Villa og var búið að lána hann til Nottingham Forest, Real Mallorca og Bolton.

Nú hefur hann þó komið við sögu í hverjum einasta deildarleik og verið verðlaunaður með nýjum samningi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner