Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. september 2014 09:00
Fótbolti.net
Uppgjör umferðarinnar - Blikar settu met
Þórsarar kvöddu Pepsi-deildina á sunnudag.
Þórsarar kvöddu Pepsi-deildina á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KR-ingar fóru í vel heppnaða Lautarferð.
KR-ingar fóru í vel heppnaða Lautarferð.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net
Eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni gerir Fótbolti.net upp umferðina á hressandi hátt. Þetta er allt til gamans gert og ber oft á tíðum ekki að taka of hátíðlega. Hér að neðan má sjá punkta úr 19. umferðinni sem lauk í gær.

Leikur umferðarinnar: Fram 1 - 3 Fjölnir
Á Laugardalsvelli var sannkallaður sex stiga fallbaráttuslagur. En það voru gestirnir úr Grafarvogi sem mættu með viljann að vopni. Framarar voru kraft- og bitlausir, vörnin í molum, og þeir í raun heppnir að tapa leiknum ekki stærra!

Þjálfari umferðarinnar: Rúnar Kristinsson
Margir bjuggust við að KR myndi ljúka keppni fyrir lokasprettinn líkt og fyrir tveimur árum þegar liðið hafði ekki að neinu að keppa. Allt annað var uppi á teningnum í Árbænum þar sem KR-ingar unnu glæsilegan 4-0 sigur.

Mark umferðarinnar: Gunnar Már Guðmundsson
Herra Fjölnir braut setti tóninn með hreint frábæru marki gegn Fram. Sá smellhitti boltann fyrir utan teig svo hann söng í fjærhorninu, óverjandi fyrir Cardaklija í markinu.

Ekki lið umferðarinnar:
Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)

Halldór Arnarsson (Fram) - Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram) - Óttar Steinn Magnússon (Víkingur) - Ingi Freyr Hilmarsson (Þór)

Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) - Einar Orri Einarsson (Keflavík) - Haukur Baldvinsson (Fram)

Ásgeir Marteinsson (Fram) - Chukwudi Chijindu (Þór) - Theodór Guðni Halldórsson (Keflavík)

Met umferðarinnar: Jafntefli Breiðabliks
Blikar gerðu sitt tólfta jafntefli í deildinni. Tólfta! Það er met í efstu deild og óskum við Kópavogsliðinu innilega til hamingju með það.

Atvik umferðarinnar: Aron Elís fer meiddur af velli
Víkingar stigu gott skref í átt að Evrópusæti með 1-1 jaftnefli gegn Val. Valsmenn virtust leggja upp með að þegar Aron Elís Þrándarson fékk boltann var brotið sem fyrst á honum. Eftir að þrír Valsarar höfðu farið í svörtu bókina fyrir brot á Aroni fór þessi efnilegi leikmaður svo meiddur af velli í fyrri hálfleik.

Ummæli umferðarinnar: Magnús Gylfason
„Ég svara ekki svona barnalegum spurningum. Það er bara grín að hlusta á svona kjaftæði. Ég nefndi hann ekki einu orði á fundinum fyrir leik. Í alvöru talað strákar, ég tek ekki þátt í svona," sagði Magnús í viðtali þegar hann var spurður hvort það hafi verið uppleggið að brjóta alltaf á Aroni.

Hiti umferðarinnar: Hallur Hallsson hvalavinur
Mönnum var heitt í hamsi í Víkinni og þar fór Hallur Hallsson hvalavinur með meiru á kostum og lét Magnús Gylfason heyra það eins og greint er frá á Vísi.is.

Kveðjustund umferðarinnar: Þór
Þór féll endanlega þó það hafi ekki farið hátt. Það hefur stefnt í þetta í allt sumar án þess að Akureyrarliðið brást við með einhverjum hætti. Páll Viðar Gíslason lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir umræðu um hvort tími sé kominn á ferska vinda og hyggst halda áfram með liðið.

Dómari umferðarinnar: Þorvaldur Árnason
Flautaði leik Fram og Fjölnis vel og án nokkurra vandræða.

Brot af umræðinnu á Twitter #fotboltinet




















Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner