þri 16. september 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Van Basten hættur sem þjálfari AZ Alkmaar
Mynd: Getty Images
Marco van Basten hefur ákveðið að hætta sem þjálfari AZ Alkmaar af heilsufarsástæðum.

Van Basten mun þó verða nýjum þjálfara til aðstoðar auk þess sem hann mun einbeita sér að því að þjálfa unga leikmenn hjá AZ.

,,Það að vera aðalþjálfari er alltaf að valda mér meiri vandræðum andlega og líkamlega," sagði van Basten sem vill ekki vera áfram jafnmikið í sviðsljósinu.

Hinn 49 ára gamli Van Basten tók við AZ í sumar eftir að hafa áður þjálfað Alfreð Finnbogason og félaga hjá Heerenveen á síðasta tímabili.

Aron Jóhannsson leikur með AZ en liðið er í 12. sæti í hollensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner