Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   lau 16. september 2017 17:35
Daníel Geir Moritz
Gunni Borgþórs: Lögðust á magann og lokuðu augunum
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Gunnar Borgþórs var ósáttur með fyrri hálfleik sinna manna í 4-0 tapi Selfoss gegn Þrótti. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. „Þetta var skelfileg frammistaða hjá okkur,“ sagði Gunni um fyrri hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  0 Selfoss

„Við byrjuðum reyndar leikinn bara nokkuð vel. Fyrstu 5 mínúturnar. Fáum gott skotfæri og erum mjög þéttir. Svo fáum við á okkur mark og þá lögðust allir á magann og lokuðu augunum. Við þurfum að finna skýringar. Við höfum ekki brotnað svona áður, ekki síðan fyrir rúmum tveimur árum síðan.“

Gunni skellti ekki ábyrgðinni alfarið á leikmenn þrátt fyrir að tala um alvarleg mistök og að Þróttur hafi fengið gefins mörk. Við gerum mistök þjálfararnir. Við stillum vitlaust upp og við ræðum aðeins saman í hálfleik og við gáfumst ekki upp. Strákarnir sýna karakter með að koma inn í seinni hálfleik með tapaðan leik. Þetta er tapaður leikur í hálfleik og við spiluðum þéttan varnarleik og fengum ekki á okkur færi í síðari hálfleik.“

Selfoss var spáð góðu gengi í sumar en það hefur hreint ekki verið raunin. „Við erum klárlega mjög vonsviknir með 9. sætið. Við ætluðum að vera ofar,“ sagði Gunnar. Sumir spekingar spáðu Selfossi m.a.s. upp um deild. „Já, sumir gerðu það. Það skiptir okkur engu máli. Hugsanlega truflaði það einhverja leikmenn en við erum alveg raunsæir á það. En við töldum okkur vera með betra lið, betri þjálfara, betri leikmenn og betra leikskipulag en taflan lýgur ekki.“ 

Athugasemdir
banner
banner
banner