Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   lau 16. september 2017 17:35
Daníel Geir Moritz
Gunni Borgþórs: Lögðust á magann og lokuðu augunum
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Gunnar Borgþórs var ósáttur með fyrri hálfleik sinna manna í 4-0 tapi Selfoss gegn Þrótti. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. „Þetta var skelfileg frammistaða hjá okkur,“ sagði Gunni um fyrri hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  0 Selfoss

„Við byrjuðum reyndar leikinn bara nokkuð vel. Fyrstu 5 mínúturnar. Fáum gott skotfæri og erum mjög þéttir. Svo fáum við á okkur mark og þá lögðust allir á magann og lokuðu augunum. Við þurfum að finna skýringar. Við höfum ekki brotnað svona áður, ekki síðan fyrir rúmum tveimur árum síðan.“

Gunni skellti ekki ábyrgðinni alfarið á leikmenn þrátt fyrir að tala um alvarleg mistök og að Þróttur hafi fengið gefins mörk. Við gerum mistök þjálfararnir. Við stillum vitlaust upp og við ræðum aðeins saman í hálfleik og við gáfumst ekki upp. Strákarnir sýna karakter með að koma inn í seinni hálfleik með tapaðan leik. Þetta er tapaður leikur í hálfleik og við spiluðum þéttan varnarleik og fengum ekki á okkur færi í síðari hálfleik.“

Selfoss var spáð góðu gengi í sumar en það hefur hreint ekki verið raunin. „Við erum klárlega mjög vonsviknir með 9. sætið. Við ætluðum að vera ofar,“ sagði Gunnar. Sumir spekingar spáðu Selfossi m.a.s. upp um deild. „Já, sumir gerðu það. Það skiptir okkur engu máli. Hugsanlega truflaði það einhverja leikmenn en við erum alveg raunsæir á það. En við töldum okkur vera með betra lið, betri þjálfara, betri leikmenn og betra leikskipulag en taflan lýgur ekki.“ 

Athugasemdir
banner