Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. október 2014 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Balotelli: Prandelli er ekki alvöru karlmaður
Mario Balotelli
Mario Balotelli
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli, framherji Liverpool og ítalska landsliðsins, skýtur hörðum orðum að Cesare Prandelli, fyrrum þjálfara ítalska landsliðsins en hann segir hann ekki vera alvöru karlmann.

Prandelli sagði upp störfum sem þjálfari ítalska landsliðsins eftir HM í sumar en hann gagnrýndi Balotelli harðlega.

Balotelli hefur hinsvegar svarað Prandelli og segir að ítalski þjálfarinn sé langt frá því að vera alvöru karlmaður.

,,Alvöru karlmenn hafa eitthvað að segja og þegar það er þannig þá koma þeir upp að þér og segja það við þig í persónu," sagði Balotelli.

,,Ég er maður sem vill tala við fólk í persónu. Prandelli talaði illa um mig en ætti hann að vera að því að tala illa um mig við blaðamenn strax eftir leik? Ég bjóst alla vega ekki við því og svaraði því ekki heldur, því það er tilgangslaust

,,Ég verð að vera hreinskilinn og segja að ég er fyrir miklum vonbrigðum með það sem fólk sagði og að það hafi verið að kenna mér um hvernig fór á HM. Ég fékk kannski tvö eða þrjú færi allt mótið. Allir vita að ég skoraði gegn Englandi en ég gat ekki gert mikið meira en það," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner